Yðar einlægur fór í listflug yfir Reykjavík um daginn. Það var gaman, en hitt leiðinlegra hvað borgin er skelfilega ljót ásýndar; bæði skipulag og hús. Litla Múrmansk. Það á auðvitað ekki við um borgina alla, því gömlu hverfin eru mun fallegri
Austurvöllur Jafnvel hér hefur margt breyst.
Austurvöllur Jafnvel hér hefur margt breyst. — Loftur Guðmunddson

Andrés Magnússon

Andrés Magnússon andres@mbl.is

Yðar einlægur fór í listflug yfir Reykjavík um daginn. Það var gaman, en hitt leiðinlegra hvað borgin er skelfilega ljót ásýndar; bæði skipulag og hús. Litla Múrmansk.

Það á auðvitað ekki við um borgina alla, því gömlu hverfin eru mun fallegri. Eins og nútíminn hafi gengið í garð á skítugum skónum um miðja 20. öld og traðkað svo vel að ég get vottað að borgin er fallegri á hvolfi.

Það var því einstaklega gaman að sjá stundarlangan þátt í Ríkissjónvarpinu (frumsýndan 17. júní), klipptan saman úr efni sem Loftur Guðmundsson ljósmyndari tók af Reykjavík 1944. Þó það væru dátar á götunum og kampar hér og hvar, var bæjarbragurinn allur annar og greinilegt á nýbyggingum

...