Halldór Ben Jónsson fæddist í Skaftholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 6. desember 1948. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Ingunn Halldórsdóttir, f. 16. september 1925, d. 9. júní 2021, og Jón Helgason, f. 15. október 1919, d. 13. apríl 2004.

Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968, nam verkfræði við Háskóla Íslands til ársins 1971 og stundaði framhaldsnám í rafmagnsverkfræði í Gautaborg til 1974. Að loknu námi starfaði Halldór hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Halldór vann heljarmikið starf innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar meðan heilsan leyfði. Hann var formaður knattspyrnudeildar Fram árin 1982-1994 og varaformaður KSÍ árin 1994-2007. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 2008.

Útför hans

...