„Ég ólst upp í Andakílnum, fyrst á Ytri-Skeljabrekku, en svo fluttumst við, foreldrar mínir og systkini, upp á Mið-Fossa upp úr 1980,“ segist Kristínu Gísladóttur frá, fyrrverandi aflraunakonu, ef svo mætti orða það, liðtækum kúluvarpara …
Fimmtugsafmælið Kristín ásamt Kristni Óskari Sigmundssyni eiginmanni sínum og sex börnum og barnabörnum.
Fimmtugsafmælið Kristín ásamt Kristni Óskari Sigmundssyni eiginmanni sínum og sex börnum og barnabörnum.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég ólst upp í Andakílnum, fyrst á Ytri-Skeljabrekku, en svo fluttumst við, foreldrar mínir og systkini, upp á Mið-Fossa upp úr 1980,“ segist Kristínu Gísladóttur frá, fyrrverandi aflraunakonu, ef svo mætti orða það, liðtækum kúluvarpara og knattspyrnukonu, sem var römm að afli sem barn og unglingur eftir íslenska sveitavinnu og -puð upp á gamla mátann.

Íslenskir fjöl- og samfélagsmiðlar hafa undanfarið tæpt á konum sem lyft hafa Húsafellshellunni alræmdu, þeim 186 kílógramma hnullungi, áður en Þjóðverjinn Sandra Bradley sagði af lyftu sinni árið 2019 auk þess sem hún lyfti sönnum prófsteini, Fullsterkum á Djúpalónssandi, núna í júlí, ef marka má frásögn hennar og myndir á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar greinir

...