— Morgunblaðið/Árni Sæberg

146 lið keppa á fótboltamótinu Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum næstu daga en um er að ræða metfjölda. Mótið var sett í 24. sinn með opnunarathöfn í gærkvöldi en að sögn framkvæmdastjóra keppninnar, Gunnhildar Ásmundsdóttur, er von á um 2.300 keppendum frá 13 löndum. Gunnhildur á ekki von á að vætuspá setji strik í reikninginn fyrir keppendur og segir undirbúning hafa gengið mjög vel.