Verðbólga Tólf mánaða verðbólga mælist óvænt hærri en spáð var.
Verðbólga Tólf mánaða verðbólga mælist óvænt hærri en spáð var. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hagfræðideildir Landsbankans og Íslandsbanka spá 6,2% ársverðbólgu í ágúst. Verðbólga tók óvæntan kipp í júlí og mælist ársverðbólga 6,3% sem er hærra en báðar deildirnar gerðu ráð fyrir. Ársverðbólga mældist 5,8% í síðasta mánuði.

„Mun­ur­inn á okk­ar spá og end­an­legri tölu ligg­ur einna helst í því að út­söl­ur voru aðeins verri en við gerðum ráð fyr­ir,“ sagði Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, í samtali við mbl.is í gær.

Jafnframt sagði hún aðaldrifkraft verðbólgunnar vera húsnæðismarkaðurinn.

„Það skýr­ir að mestu hækk­un­ina úr 5,8% í 6,3%, en við sjá­um merki þess að það sé tals­verð spenna á hús­næðismarkaði,“ sagði Una.

Hún sagðist telja litlar líkur á að Seðlabankinn teldi tímabært að lækka stýrivexti fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

„Því við sjá­um litl­ar breyt­ing­ar fram á við og miðað við okk­ar spá verður ennþá 5,6% verðbólga í októ­ber. Bara rétt und­ir 6% sem er svipað

...