Geta íslensku liðin fjögur öll slegið út mótherja sína í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta? Möguleikarnir á því liggja betur fyrir eftir fyrri leikina sem allir fara fram hér á landi í kvöld en þegar viðureignir gegn þessum fjórum þjóðum,…

Evrópa

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Geta íslensku liðin fjögur öll slegið út mótherja sína í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta?

Möguleikarnir á því liggja betur fyrir eftir fyrri leikina sem allir fara fram hér á landi í kvöld en þegar viðureignir gegn þessum fjórum þjóðum, Skotlandi, Albaníu, Eistlandi og Kósóvó, í Evrópumótum eru skoðaðar eru líkurnar á því að Ísland eigi a.m.k. eitt eða tvö lið í þriðju umferð nokkuð góðar.

Reyndar hafa íslensk lið enga reynslu af því að mæta liðum frá Kósóvó. Breiðablik tekur á móti Drita á Kópavogsvelli í kvöld og þetta er fyrsta viðureign liða frá þessum þjóðum í Evrópukeppni.

Helsta viðmið er árangur undanfarin ár en Kósóvó er í 32. sæti

...