Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, undirritaði lög um að vísa kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða til kjaradóms og banna verkfall flugfreyja um hádegisbil fimmtudaginn 24. október 1985. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Vigdís tók sér nokkurra klukkustunda umþóttunartíma sem var óþekkt á þeim tíma. Ástæðan var sú að staðfestinguna bar upp á baráttudag kvenna, á tíu ára afmæli kvennafrídagsins, og mikill fjöldi kom saman á torgum og krafðist jafnréttis karla og kvenna.

Þessi kúnstpása forsetans fór ekki vel í ráðherra í ríkisstjórn landsins. Matthías Bjarnason samgönguráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði hiklaust sagt af sér ráðherradómi ef undirskrift forsetans

...