Slagur Átök í fyrsta leik á ÓL milli Ástralíu og Samóa í gær.
Slagur Átök í fyrsta leik á ÓL milli Ástralíu og Samóa í gær. — AFP/Carl de Souza

Sjö manna rúgbí er ekki mjög þekkt íþrótt en fær talsverða athygli í upphafi Ólympíuleika. Fyrstu leikirnir fóru fram í Frakklandi í gær en þetta er í þriðja sinn sem íþróttin er á leikunum og lið Fidji-eyja vann gullið í tvö fyrstu skiptin, 2016 og 2021.

Talið er að Frakkar verði skæðustu keppinautar Fidji-manna en liðin eru saman í riðli og mætast í dag.

Ástralía vann Samóa í fyrsta leik keppninnar á troðfullum Stade de France í gær, 21:14, og forráðamenn íþróttarinnar sögðu að hún hefði aldrei notið annarrar eins athygli á heimsvísu.