Æskilegast væri að lækka skatta. Að lágmarki þarf að gefa skýrt loforð um að opinberar álögur aukist ekki frekar.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Fyrir komandi alþingiskosningar þarf að ræða hvort hækka eigi skatta á landsmenn enn frekar. Ljóst er að skattar verða hækkaðir, komist Samfylkingin til valda, eins og málflutningur þingmanna hennar sýnir. Þá er ekki launungarmál að flestir aðrir flokkar á Alþingi, þ.m.t. Framsóknarflokkur og VG, vilja fremur hækka skatta en lækka þá.

Reynslan er ólygnust. Síðasta vinstristjórn, sem var við völd 2009-2013, stóð fyrir fjölmörgum skattahækkunum og jók þannig mjög álögur á almenning. Þessar hækkanir drógu úr framtaki einstaklinga og fyrirtækja og töfðu viðsnúning hagkerfisins eftir bankahrunið 2008. Verði vinstristjórn mynduð eftir næstu kosningar mun hún höggva í sama knérunn og gera skattahækkanir að keppikefli sínu.

Skattalækkanir skila sér

...