Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir óljóst hvaða undanþága frá lögum um mannanöfn hafi gert afbrotamanninum Mohamad Th. Jóhannessyni, sem áður hét Mohamad Kourani, kleift að breyta kenninafni sínu.

„Það er ekki sjálfsagt að það eigi að vera jafn auðvelt að skipta um nafn og kenninafn,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið, en í 16. grein laga nr. 45/1996 um mannanöfn er Þjóðskrá Íslands veitt heimild til að leyfa fólki yfir 18 ára aldri að taka upp nýtt kenninafn sé talið að gildar ástæður mæli með því.

Hún bendir á að í umsögn með frumvarpinu segi að túlka beri þetta ákvæði þröngt, en að ýmsar gildar ástæður geti þó legið til þess að heimila kenninafnsbreytingu, m.a. ef kenninafnið er sérstaklega tengt þekktum afbrotamanni. Slíkt á hins vegar augljóslega ekki við í tilfelli Kouranis, þar sem hann

...