Þriðji allsherjarfundur 20. miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína leggur áherslu á nútímavæðingu með kínverskum einkennum og friðsælli þróun.
He Rulong
He Rulong

He Rulong

Upp á síðkastið hafa verið haldnar margar ráðstefnur og alþjóðafundir víðsvegar um veröldina. Einn af þeim mikilvægustu er þriðji allsherjarfundur 20. miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína (KFK), sem var haldinn í Peking 15.-18. júlí. Þar var samþykkt tillaga um dýpkun víðtækra umbreytinga á öllum sviðum í þágu áframhaldandi nútímavæðingar Kína.

Þriðji allsherjarfundur nýrrar miðstjórnar KFK er einatt gífurlega mikilvægur fyrir stefnumótun flokksins. Þess er enn minnst þegar þriðji allsherjarfundur 11. miðstjórnar KFK tók af skarið fyrir rúmum fjórum áratugum um umbreytingar og opnun Kína. Það markaði upphaf róttækra efnahagsbreytinga og hagvaxtar um áratuga skeið.

Í samþykkt þriðja allsherjarfundar miðstjórnar sem nú var að ljúka er lögð áhersla á opin og friðsæl samskipti. Þau tvö hugtök

...