Eftir því sem biðin lengist fjölgar þeim árgöngum sem skólakerfið hefur brugðist

Staðan í menntamálum í landinu er í voða. Svo virðist sem nemendur standi nú verr að vígi þegar þeir ljúka grunnskóla en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Mælistikur og kvarðar eru ekki til staðar og ekki virðist áhugi á að grípa til samræmdra aðgerða til að bæta úr.

Nokkur ár eru síðan samræmdu prófin voru lögð niður. Sá mælikvarði á hvar hinir ýmsu skólar landsins standa er því ekki fyrir hendi lengur. Þess utan var ekki birtur samanburður milli skóla, aðeins landshluta.

Pisa-kannanirnar hafa heldur ekki verið notaðar til að gera samanburð milli skóla. Þær sýna að börn á Íslandi standa verr að vígi í grundvallaratriðum á borð við læsi og lesskilning en börn í öðrum löndum þar sem könnunin er einnig gerð. Þetta eru niðurstöður sem ekki er hægt að horfa framhjá og brýnt að brugðist verði hratt við. Annað má í raun kalla svik við hvern

...