Í Morgunblaðinu í gær var sagt að Pétur Urbancic væri fyrstur Íslendinga til að fá orðu frá Vatíkaninu. Hið rétta er að hann er fyrstur Íslendinga til að fá þessa tilteknu heiðursviðurkenningu sem stofnuð var af Leó Xlll. Árið 1989 var Gunn­ar J. Friðriksson iðnrekandi til­nefnd­ur ridd­ari heil­ags Greg­oríus­ar af Jóhannesi Páli II. fyr­ir framúrsk­ar­andi þjón­ustu í þágu kaþólsku kirkj­unn­ar. Áður hafði afi hans, Gunnar Einarsson, fengið sömu orðu 1925 frá Píusi XI.