Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er í leikmannahópi Manchester United sem er á leið í æfingaferð til Bandaríkjanna en reiknað var með því að hann yrði seldur frá félaginu í sumar

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er í leikmannahópi Manchester United sem er á leið í æfingaferð til Bandaríkjanna en reiknað var með því að hann yrði seldur frá félaginu í sumar. Talið er að United vilji fá að minnsta kosti 40 milljónir punda fyrir Sancho sem átti erfitt uppdráttar hjá liðinu og var lánaður til Dortmund seinni hluta síðasta tímabils. Hann hefur m.a. verið orðaður við París SG en bæði Juventus og Dortmund, sem hafa líka áhuga, telja upphæðina of háa.

Knattspyrnumaðurinn Jón Hrafn Barkarson er kominn til liðs við Stjörnuna en hann ólst upp hjá félaginu og hefur síðan spilað í þrjú og hálft ár með Leikni í Reykjavík, þar á meðal 14 leiki í Bestu deildinni 2021 og 2022.

Hörður á Ísafirði mun tefla fram tveimur japönskum handknattleiksmönnum á komandi keppnistímabili.

...