Það tók rúmlega fjóra tíma að ljúka fyrsta leik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum í gær þar sem Marokkó vann Argentínu, 2:1. Eftir 16 mínútna uppbótartíma virtist Argentína hafa jafnað og í kjölfarið þurfti að rýma völlinn vegna óláta…
Læti Öryggisvörður reynir að koma marokkóskum áhorfanda af velli.
Læti Öryggisvörður reynir að koma marokkóskum áhorfanda af velli. — AFP/Arnaud Finistre

Það tók rúmlega fjóra tíma að ljúka fyrsta leik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum í gær þar sem Marokkó vann Argentínu, 2:1. Eftir 16 mínútna uppbótartíma virtist Argentína hafa jafnað og í kjölfarið þurfti að rýma völlinn vegna óláta marokkóskra áhorfenda sem ruddust margir hverjir inn á völlinn. Gert var tveggja tíma hlé og völlurinn rýmdur áður en hægt var að flauta til leiks á ný og ljúka leiknum. Þá fyrst kom í ljós að jöfnunarmarkið hafði verið dæmt af vegna rangstöðu. Í knattspyrnu karla á ÓL leika U23 ára lið sem mega nota þrjá eldri leikmenn.