Svartur á leik.
Svartur á leik.

1. Rf3 g6 2. e4 c5 3. c4 Bg7 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Be3 Db6 7. Rb5 Da5+ 8. R5c3 d6 9. Be2 Db4 10. Dc1 Bd4 11. Bd2 Rf6 12. 0-0 Bg4 13. Bxg4 Rxg4 14. Ra3 Dc5 15. Rd1 De5 16. Bf4 Dxe4 17. Rb5 0-0 18. Rxd4 Dxd4 19. h3 Rge5 20. Bh6 Hfd8 21. b3 Rd3 22. Dd2 d5 23. cxd5 Dxd5 24. Rc3 Dh5 25. Had1 Rb2 26. Dxb2 Dxh6 27. b4 Dg7 28. b5 Rd4 29. Hd3 Hd6 30. Hfd1 Had8 31. Kh1 De5 32. Db1 Df5 33. Hg3

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í höfuðborg Úsbekistan, Tashkent. Úsbeski stórmeistarinn Jakhongir Vakhidov (2.580) hafði svart gegn þýskum kollega sínum Alexander Donchenko (2.639). 33. … Re2! og hvítur gafst upp, sem dæmi er taflið tapað eftir 34. Dxf5 Rxg3+ og 34. Rxe2 Hxd1+. Úsbekar eru núverandi ólympíumeistarar í opnum flokki og árið 2026 verður Ólympíumótið í skák haldið í Tashkent.