Ævar Þór Benediktsson tók í vikunni við heiðursviðurkenningu Margaret Wise Brown-verðlaunanna fyrir bók sína Stranded! eða Strandaglópar!, en tilkynnt var um viðurkenninguna fyrr á árinu
Stoltur Ævar Þór með sérmálað viðurkenningarskjal.
Stoltur Ævar Þór með sérmálað viðurkenningarskjal.

Ævar Þór Benediktsson tók í vikunni við heiðursviðurkenningu Margaret Wise Brown-verðlaunanna fyrir bók sína Stranded! eða Strandaglópar!, en tilkynnt var um viðurkenninguna fyrr á árinu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagðist Ævar, sem gerði sér ferð til Virginíu til að taka á móti viðurkenningunni, vera „smá meyr“ enda væri um flotta viðurkenningu að ræða. Í umsögn dómnefndar segir: „Höfundur sameinar frumlega rödd við stórkostlega sanna sögu, íslenskar þjóðsögur, húmor, vísindi eldfjalla og innilegt samband afa og barnabarns. Myndlýsingarnar [eftir Anne Wilson] eru líka töfrandi.“