Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir nýtt hættumat og það að hættustigi hafi verið lýst yfir í bænum lýsa mjög alvarlegri stöðu. „Við höfum áður horft fram á þann möguleika að það geti gosið innan varnargarðanna umhverfis Grindavík og …
Von Grindvíkingar vona að það fari að láta af eldgosum í bæjarjaðrinum en Fannar segir að það geti aðeins verið von.
Von Grindvíkingar vona að það fari að láta af eldgosum í bæjarjaðrinum en Fannar segir að það geti aðeins verið von. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir nýtt hættumat og það að hættustigi hafi verið lýst yfir í bænum lýsa mjög alvarlegri stöðu. „Við höfum áður horft fram á þann möguleika að það geti gosið innan varnargarðanna umhverfis Grindavík og það hefur einu sinni gerst, þannig að það er svona verið að vekja athygli á því að sú hætta sé fyrir hendi. Almannavarnir beina því til íbúa og annarra að taka því alvarlega.“ Nýtt hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir hærra hættustigi á sex svæðum af sjö, þar á meðal í Grindavík. Hættustig er annað stig alvarleika í stjórnun aðgerða almannavarna, sem tekur meðal annars til fyrirbyggjandi aðgerða á borð við rýmingar, brottflutning og lokanir svæða en í fyrrinótt var gist í um 30 húsum í Grindavík. Fannar segist ekki geta sagt til um hvort áfram verði heimilt að dvelja í bænum á hættustigi

...