Á sumrin leggja margir leið sína í eyðibyggðina á Hornströndum. Þorgeir Magnússon nefnir þessa náttúrustemmningu „Hesteyri“: Liggur hún út við lygnan mar ljómandi vafin þokka, litadýrðin er líkt og var á listsýningu á Mokka, klæðast í…

Á sumrin leggja margir leið sína í eyðibyggðina á Hornströndum. Þorgeir Magnússon nefnir þessa náttúrustemmningu „Hesteyri“:

Liggur hún út við lygnan mar

ljómandi vafin þokka,

litadýrðin er líkt og var

á listsýningu á Mokka,

klæðast í blóðberg brekkurnar

og blómin í gula sokka

en fjallarefir um fjörurnar

friðaðir enn þá skokka.

Ólafur Stefánsson var hins vegar staddur við Þingvallavatn er hann orti um „sumarið horfna“:

Vestan yfir vatnið stóra

veður áttin býsna köld.

Bátar taka stinnt í stjóra

stympast aldan þúsundföld.

Varast skal að

...