Í sumar sinnir Icelandair verkefnum í innanlandsflugi fyrir Norlandair og athygli vakti að sjá Dash 8 Q200 frá félaginu á Bíldudal nú í vikunni. Vaxandi umsvif eru hjá Norlandair og því var leitað, svo svigrúm myndaðist, til Icelandair um að sinna nú í júlí og ágúst Bíldudalsflugi fjóra daga í viku. Norlandair fer á eigin vélum tvo daga vikunnar.

„Svona er stundum gert þegar aðstæður krefjast. Samstarf félaganna er gott,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair. Félagið sinnir sjúkraflugi á Íslandi sem gert er út frá Akureyri. Hefur einnig með höndum áætlunarflug á nokkra staði innanlands auk margvíslegra verkefna á Grænlandi. Þar má nefna flug frá Akureyri til Constable Point. Ferðum þangað sinnir Norlandair á eigin vélum með einni ferð í viku frá Akureyri. Í sumar eru ferðirnar hins vegar tvær; hin frá og til Reykjavíkur á Dash Q 200 úr flotanum hjá

...