EBIT-framlegð Marels var 9,1% á öðrum ársfjórðungi sem er hækkun á milli ára. Hlutfall pantana var lágt, hlutfall þeirra á móti tekjum var 0,95 og samsvarar pantanabók 32% af tekjum síðustu 12 mánaða. Marel býst við aukningu í pöntunum á síðari árshelmingi vegna batnandi horfa og batamerkja í rekstrarumhverfi viðskiptavina. Í tilkynningu segir að þörf sé á frekari vexti pantanabókar til að styðja við tekjuvöxt og bætta rekstrarafkomu.