Þrjár nýjar tegundir smádýra fundust í árlegum Surtseyjarleiðangri Náttúrufræðistofnunar. Fíflalús, dverglodda og mýrasnigill. Olga Kolbrún Vilmundardóttir leiðangursstjóri segir að Surtsey taki stöðugum breytingum milli ára
Fuglalíf Fýlsungi vel falinn í baldursbrá í gígbarmi Surts. Engin grágæs sást í ár og minna af svartbaki og sílamávi.
Fuglalíf Fýlsungi vel falinn í baldursbrá í gígbarmi Surts. Engin grágæs sást í ár og minna af svartbaki og sílamávi. — Ljósmynd/Olga Kolbrún Vilmundardóttir

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Þrjár nýjar tegundir smádýra fundust í árlegum Surtseyjarleiðangri Náttúrufræðistofnunar. Fíflalús, dverglodda og mýrasnigill. Olga Kolbrún Vilmundardóttir leiðangursstjóri segir að Surtsey taki stöðugum breytingum milli ára. Yfirleitt sjáist breytingar á gróðurfari, vegna gróðurframvindu, gróðureyðingar, landbrots og líka séu breytingar á fuglalífi.

„Það fundust engar nýjar plöntutegundir í ár. Í þetta sinn fórum við um eyna og skráðum allar tegundir í

...