Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 23. júlí, 97 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur og var yngstur fimm barna þeirra. Eftir fráfall Þórarins giftist móðir hans Tómasi Sigurgeirssyni og eignuðust þau tvö börn. Öll systkinin eru látin.

Hjörtur naut farkennslu í sinni sveit og stundaði síðan nám við Unglingaskóla Flateyrar og Unglingaskóla Árelíusar Níelssonar. Hann lauk almennu kennara- og söngkennaranámi 1948, íþróttakennaranámi 1949 og var síðan við nám í Danmarks Lærerhöjskole 1965-66. Hjörtur kenndi við bæði grunn- og framhaldsskóla víðsvegar um landið á árunum 1949-1980. Hann var skólastjóri

...