30 ára Willard ólst upp í Garðbænum og gekk í Hofsstaðaskóla og síðan í Garðaskóla. Hann var mikið í fótbolta þegar hann var yngri og spilaði með Stjörnunni. Svo byrjaði hann í golfi mjög ungur, eða bara um fjögurra ára aldurinn, þegar foreldrarnir eða afi hans tóku hann með á völlinn.

Willard ákvað að fara í Verslunarskólann og fór síðan í Háskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist úr viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein árið 2017. Hann fór að vinna hjá Deloitte þar sem hann var í fimm ár, og lauk mastersnámi í fjármálum árið 2022 en núna vinnur hann í fjármálum og rekstri hjá BHM.

Þegar kemur að áhugamálunum segist Willard horfa mikið á fótbolta, en hann stundi hann ekki lengur. „Núna er það golfið sem er í fyrsta sæti og samvera með

...