Sigurður Pétur Sigmundsson sigraði í maraþoni, þegar Reykjavíkurmaraþonið (RM) fór fyrst fram 1984, hljóp á 2:28.57 klst. og var það besti tími Íslendings í hlaupinu þar til Arnar Pétursson hljóp á 2:28.17 í RM fyrir sjö árum
Æfing Sigurður P. Sigmundsson þjálfar áhuga- og keppnismenn og leiðbeinir hér utanvegahlaupurum við Hvaleyrarvatn fyrir rúmum mánuði.
Æfing Sigurður P. Sigmundsson þjálfar áhuga- og keppnismenn og leiðbeinir hér utanvegahlaupurum við Hvaleyrarvatn fyrir rúmum mánuði.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Sigurður Pétur Sigmundsson sigraði í maraþoni, þegar Reykjavíkurmaraþonið (RM) fór fyrst fram 1984, hljóp á 2:28.57 klst. og var það besti tími Íslendings í hlaupinu þar til Arnar Pétursson hljóp á 2:28.17 í RM fyrir sjö árum. „Ég hef ekki verið með í mörg ár en hef hugsað mér að skokka rólega 10 kílómetrana eða jafnvel hálfmaraþon á þessum tímamótum í ágúst, rifja upp gamla takta,“ segir Sigurður, sem tók við sem formaður frjálsíþróttadeildar FH í fyrra.

Eftir að hafa þreifað fyrir sér í ýmsum íþróttagreinum urðu langhlaup fyrir valinu hjá Sigurði, þegar hann var 16 ára. Hann lét strax til sín taka á því sviði, varð margfaldur Íslandsmeistari og átti lengi Íslandsmetið í maraþoni, 2:19.46 klst., sem hann setti í Berlín 1985 og bætti met sitt frá því í

...