Barnahátíðin Kátt, sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi, verður haldin á Víðistaðatúni á morgun milli klukkan 11 og 16. Hátíðin hét áður Kátt á Klambra og var þá haldin á Klambratúni. Jóna Elísabet Ottesen, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veglega dagskrá vera fram undan
— Morgunblaðið/Eyþór

Guðrún S. Arnalds

gsa@mbl.is

Barnahátíðin Kátt, sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi, verður haldin á Víðistaðatúni á morgun milli klukkan 11 og 16. Hátíðin hét áður Kátt á Klambra og var þá haldin á Klambratúni. Jóna Elísabet Ottesen, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veglega dagskrá vera fram undan. Á hátíðinni verða tvö svið með stanslausum atriðum, auk þess sem fjölbreyttar smiðjur verða um allt túnið, þar sem börnin geta spreytt sig í ritlist, tónlistarsmíði, lært að verða plötusnúðar, dundað sér í allskonar föndri

...