Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ekki eigi að breyta veigamiklum verkefnum í samgönguáætlun án aðkomu þingsins. Fjárheimildir og framkvæmdir þurfi að fara saman

Anton Guðjónsson

anton@mbl.is

Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ekki eigi að breyta veigamiklum verkefnum í samgönguáætlun án aðkomu þingsins. Fjárheimildir og framkvæmdir þurfi að fara saman. Þegar ljóst sé að áætlanir sem Vegagerðin geri standist ekki, þá sé mikilvægt að Alþingi sé upplýst þannig að hægt sé að taka ákvarðanir um hvernig eigi að bregðast við.

Vitnar Bjarni í framkvæmdir við Horn­a­fjarðarfljót en áætlaður kostnaður er nú um níu milljarðar króna. Í samgönguáætlun 2020 var lagt til að hálfur

...