Skemmtistaðurinn Skor við Geirsgötu í Reykjavík fær ekki að hafa opið til klukkan eitt á nóttunni um helgar og til klukkan 23 á virkum dögum. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að aflétta takmörkunum á afgreiðslutíma staðarins frá því í…
Umdeildur Pílustaðurinn Skor í miðbæ Reykjavíkur nýtur vinsælda.
Umdeildur Pílustaðurinn Skor í miðbæ Reykjavíkur nýtur vinsælda. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Skemmtistaðurinn Skor við Geirsgötu í Reykjavík fær ekki að hafa opið til klukkan eitt á nóttunni um helgar og til klukkan 23 á virkum dögum. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að aflétta takmörkunum á afgreiðslutíma staðarins frá því í febrúar á þessu ári hefur verið felld úr gildi samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem tekin var á fundi nefndarinnar á miðvikudag. Segir nefndin að engar hljóðmælingar styðji ákvörðun um lengri afgreiðslutíma.

Styr hefur staðið um Skor, sem er pílustaður sem nýtur mikilla vinsælda hjá ungu fólki, síðustu ár. Íbúar á efri hæðum hússins hafa frá upphafi kvartað undan hávaða, steikarbrælu og ýmiss konar ónæði þaðan. Einn íbúa kærði ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar.

Í málsrökum íbúans kemur fram að starfsemi Skors byggist á hávaða sem meðal annars feli í

...