Benjamín Netanjahú
Benjamín Netanjahú

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels fundaði í gær með Joe Biden Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris, varaforseta og verðandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Washington, hvoru fyrir sig.

Munu bæði Biden og Harris hafa þrýst á Netanjahú um að semja um vopnahlé við hryðjuverkasamtökin Hamas og samþykkja áætlun um lausn þeirra gísla sem samtökin hafa enn í haldi sínu.

John Kirby, talsmaður Bidens í þjóðaröryggismálum, sagði við fjölmiðla fyrir fundinn að forsetinn teldi að semja þyrfti um vopnahlé sem allra fyrst, en að það myndi krefjast málamiðlanna af hálfu bæði Ísraelsmanna og Hamas-liða.