Það þættu næsta ótrúlegar fréttir ef upplýst yrði, að „RÚV“ hefði ákveðið að sýna gott fordæmi og draga úr taumlausri eyðslu sinni, þar sem fjárausturinn hefði aukist látlaust ár frá ári.

Í tilkynningu frá BBC á dögunum um fyrirhugaðan sparnað þess sagði að sú ákvörðun myndi skila 200 milljörðum punda á ári, sem svarar til 35 milljarða íslenskra króna.

Markmiðið sé að liðka verulega til í fjármálum BBC. Sum störf verði lögð niður, á meðan aðrir starfsmenn verði færðir til í starfi.

Þá segir í fréttinni, að á síðustu fimm árum hafi starfsmönnum BBC þegar verið fækkað um nærri 10%, eða um tvö þúsund einstaklinga.

Í

...