Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

„Salan er búin að vera ágæt, aðeins betri sala en í fyrra en júlímánuður er frekar erfiður,“ segir Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, í samtali við Morgunblaðið, spurð hvernig sumarið hafi verið hjá Garðheimum.

Hún segir veðrið sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í sumar hafa gert þeim erfitt fyrir, en reksturinn sé nokkuð veðurtengdur.

„Miðað við hvernig veðrið er búið að vera er ég samt mjög ánægð með hvað okkur hefur tekist að halda uppi sölu,“ segir Kristín en þrátt fyrir leiðinlegt veður sé aukning í sölunni. Aðspurð segir Kristín sölu á garðhúsgögnum hafa aukist mest milli ára.

„Ég held að við eigum mikið inni fyrir

...