Sverrir Kristinsson fæddist 26. júlí 1944 í Ólafsfirði. „Ég og vinir mínir vorum eiginlega sjálfala. Við vorum byrjaðir að stunda skíði, veiða hornsíli í tjörninni, fara niður á bryggju og horfa á flugvélar lenda á Ólafsfjarðarvatni.“…
Á toppnum Sverrir og Sævar Þ. Sigurgeirsson, göngufélagi hans, með merki Eignamiðlunar á toppi Kilimanjaro 7. september 2007.
Á toppnum Sverrir og Sævar Þ. Sigurgeirsson, göngufélagi hans, með merki Eignamiðlunar á toppi Kilimanjaro 7. september 2007.

Sverrir Kristinsson fæddist 26. júlí 1944 í Ólafsfirði. „Ég og vinir mínir vorum eiginlega sjálfala. Við vorum byrjaðir að stunda skíði, veiða hornsíli í tjörninni, fara niður á bryggju og horfa á flugvélar lenda á Ólafsfjarðarvatni.“ Sex ára gamall flutti Sverrir með foreldrum sínum að Skjaldarvík við Eyjafjörð þar sem faðir hans hóf störf á Elliheimilinu. „Í sveitinni fékk ég ný áhugamál, fór að veiða lækjarlontur, fylgdist með komu fugla og skráði. Einnig fór ég að safna frímerkjum og síðar bókum. Ég fylgdi föður mínum oft þegar hann fór stofugang og eignaðist fjölda vina meðal vistmanna og fór oft inn á herbergin til þeirra. Margir þeirra urðu góðir vinir mínir. Einn þeirra var afi fyrsta íslenska geimfarans. Annar var Þorgeir Jónsson. Við ræddum oft saman um íslenskt mál og þjóðfélagsmál og hann fræddi mig um ýmsa hluti. Einn vistmanna var áður bóndi í Sænautaseli en þangað kom Halldór Laxness og í Sjálfstæðu fólki kallar

...