Árni Sigurðsson, forstjóri Marels.
Árni Sigurðsson, forstjóri Marels.

Marel hefur, í annað sinn á þessu ári, lækkað afkomuspá sína fyrir árið. Félagið gerir nú ráð fyrir að EBITDA-framlegð ársins verði 13-14% (áður var gert ráð fyrir 14-15%) og EBIT framlegð 9-10% (áður 10-11%). Í fjárfestakynningu, sem birt var í kjölfar uppgjörs félagsins fyrir 2. ársfjórðung þessa árs, kemur fram að félagið búist við hóflegum tekjusamdrætti á þessu ári.

Hagnaður Marels á 2. ársfjórðungi nam 2,1 milljón evra, eða 312 milljónum króna, samanborið við 3,1 milljón evra á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á tímabilinu drógust saman um 1,7% á milli ára og námu 415 milljónum evra.