Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), lýsir þungum áhyggjum vegna fjölda vinnustofa sem sambandið kemur til með að missa fljótlega. Hætta er á að yfir 100 myndlistarmenn missi vinnuaðstöðu sína á árinu og enn fleiri á því næsta
Vinnustofur Húsnæði SÍM við Seljaveg 32. Þar eru yfir 70 vinnustofur sem SÍM mun missa á næstunni þegar ríkið endurráðstafar húsnæðinu.
Vinnustofur Húsnæði SÍM við Seljaveg 32. Þar eru yfir 70 vinnustofur sem SÍM mun missa á næstunni þegar ríkið endurráðstafar húsnæðinu. — Ljósmynd/SÍM

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), lýsir þungum áhyggjum vegna fjölda vinnustofa sem sambandið kemur til með að missa fljótlega. Hætta er á að yfir 100 myndlistarmenn missi vinnuaðstöðu sína á árinu og enn fleiri á því næsta.

SÍM heldur úti um 250 vinnustofum sem félagsmönnum gefst kostur á að leigja á kostnaðverði.

Vinnustofurnar eru á átta stöðum en nú stendur

...