Slæmur fyrri hálfleikur fór illa með möguleika Breiðabliks gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta þegar liðin léku fyrri leik sinn á Kópavogsvelli í gærkvöld. Drita komst þá í 2:0 en Blikar eiga enn þokkalega…
Kópavogur Höskuldur Gunnlaugsson í baráttu við þrjá leikmenn Drita.
Kópavogur Höskuldur Gunnlaugsson í baráttu við þrjá leikmenn Drita. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Slæmur fyrri hálfleikur fór illa með möguleika Breiðabliks gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta þegar liðin léku fyrri leik sinn á Kópavogsvelli í gærkvöld.

Drita komst þá í 2:0 en Blikar eiga enn þokkalega möguleika eftir að hafa lagað stöðuna í 2:1 í síðari hálfleiknum og þeir voru afar nærri því að jafna metin.

Liðin mætast aftur í Kósóvó á þriðjudaginn kemur og þar ráðast úrslitin en Blikar verða að vinna tveggja marka sigur, eða þá ná í vítaspyrnukeppni eftir eins marks sigur, til að komast í þriðju umferðina.

Blikar fengu kjaftshögg strax á 3. mínútu þegar Arb Manaj skoraði eftir góða sókn Dritamanna

...