Tap flugfélagsins Play nam á öðrum ársfjórðungi rúmlega átta milljónum bandaríkjadala, eða um 1,1 milljarði króna á núverandi gengi. Tap félagsins á fyrri helmingi ársins nemur þá tæpum 30 milljónum dala, eða tæplega 4,1 milljarði króna á núverandi…
Flugrekstur Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, er einn stærsti eigandi Play.
Flugrekstur Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, er einn stærsti eigandi Play. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Tap flugfélagsins Play nam á öðrum ársfjórðungi rúmlega átta milljónum bandaríkjadala, eða um 1,1 milljarði króna á núverandi gengi. Tap félagsins á fyrri helmingi ársins nemur þá tæpum 30 milljónum dala, eða tæplega 4,1 milljarði króna á núverandi gengi, og hefur aukist um 7,5 milljónir dala á milli ára.

Í uppgjöri félagsins, sem birt var í gær, kemur fram að tekjur Play á tímabilinu námu 78,3 milljónum dala og jukust um 7% á milli ára. Tekjur félagsins á fyrri helmingi ársins námu þannig tæpum 133 milljónum dala og hafa aukist um tæpar 27 milljónir dala á milli ára. Kostnaður hefur þó einnig aukist en rekstrarútgjöld félagsins námu 67,3 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi og jukust um tæpar níu milljónir dala á milli ára. Rekstrarkostnaður á fyrri helmingi ársins nemur tæpum 127 milljónum dala og hefur aukist um tæpar 29 milljónir dala á milli ára. Þá námu afskriftir um 15,5 milljónum dala

...