„Ég hugsa að ef maður lítur um öxl á dánarbeðinum og minnist þeirra tíu bóka sem hafa haft hvað mest áhrif á mann á ævinni, þá yrðu allavega fimm bækur af þessum tíu barnabækur. Ég held að það að skrifa góða barnabók sé kannski það…
Ævintýri „Ég þjappaði ólíkum áhrifum inn í söguna. Áhyggjum, minningum og draumum.“
Ævintýri „Ég þjappaði ólíkum áhrifum inn í söguna. Áhyggjum, minningum og draumum.“ — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Ég hugsa að ef maður lítur um öxl á dánarbeðinum og minnist þeirra tíu bóka sem hafa haft hvað mest áhrif á mann á ævinni, þá yrðu allavega fimm bækur af þessum tíu barnabækur. Ég held að það að skrifa góða barnabók sé kannski það mikilvægasta sem maður getur gert sem rithöfundur,“ segir Andri Snær Magnason í samtali við Morgunblaðið um bókina Söguna af bláa hnettinum sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli í ár. Hún kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1999 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár í flokki fagurbókmennta, fyrst barnabóka. Síðan þá hefur Sagan af bláa hnettinum ferðast víða, allt frá Grænlandi til Austur-Tímor, auk þess að hafa verið þýdd á um 40 tungumál og sett upp sem leikrit í að minnsta kosti tólf löndum.

Óþarfinn tálgaður burt

...