Baldvin Þór Magnússon úr UFA bætti í fyrrakvöld eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi þegar hann sigraði í greininni á BMC Record Breaker-mótinu á Tooting-vellinum í London. Hann hljóp á 3:39,90 mínútum en met hans frá því í fyrra var 3:40,36…
Íslandsmethafi Baldvin Þór Magnússon í methlaupi sínu í 1.500 metra hlaupi innanhúss í Laugardalshöllinni fyrr á þessu ári.
Íslandsmethafi Baldvin Þór Magnússon í methlaupi sínu í 1.500 metra hlaupi innanhúss í Laugardalshöllinni fyrr á þessu ári. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Baldvin Þór Magnússon úr UFA bætti í fyrrakvöld eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi þegar hann sigraði í greininni á BMC Record Breaker-mótinu á Tooting-vellinum í London.

Hann hljóp á 3:39,90 mínútum en met hans frá því í fyrra var 3:40,36 mínútur og var rétt á undan Bretanum Andrew McGill sem varð annar á 3:40,08 mínútum.

Baldvin var með þessu um sex sekúndum frá ólympíulágmarkinu í greininni sem var 3:33,50 mínútur. Evrópumetið í 1.500 metrunum á Jakob Ingebrigtsen frá Noregi, 3:26,73 mínútur en 27 Evrópubúar eru í hópi þeirra 45 sem fengu keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París.

Baldvin er handhafi Íslandsmetanna utanhúss í 1.500 metra, 3.000 metra og 5.000 metra hlaupum á braut, og í 5 og 10 km götuhlaupum. Innanhúss á hann metin í 1.500 metra, 3.000

...