Fyrsta kvikmynd leikstjórans Lilju Ingólfsdóttur í fullri lengd, hin norska Elskling (sem á íslensku væri þá Elskuleg eða Elskan), uppskar vel á hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi þann 6
Fögnuður Lilja, hægra megin, með aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren, á hátíðinni í Tékklandi.
Fögnuður Lilja, hægra megin, með aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren, á hátíðinni í Tékklandi. — Ljósmynd/Nordisk film

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Lilju Ingólfsdóttur í fullri lengd, hin norska Elskling (sem á íslensku væri þá Elskuleg eða Elskan), uppskar vel á hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi þann 6. júlí síðastliðinn. Var myndin ein þeirra sem kepptu um Kistalshnöttinn svonefnda í aðalkeppni hátíðarinnar og hlaut sérstök verðlaun dómnefndar, verðlaun fyrir bestu leikkonu (Helga Guren), verðlaun dómnefndar Samtaka evrópskra kvikmyndahúsa (Europa Cinemas Label Jury Award), Samtaka evrópskra kvikmyndagagnrýnenda (FIPRESCI) og einnig verðlaun á vegum kirkjunnar. Mun þetta vera fyrsta myndin sem hlýtur öll þessi fimm verðlaun í sögu hátíðarinnar.

Marglaga og ekki gallalaus

Lilja segir að

...