Björninn Tu-95-sprengjuvélarnar eru oft sendar í könnunarflug.
Björninn Tu-95-sprengjuvélarnar eru oft sendar í könnunarflug. — Wikipedia/Sergey Kustov

Sprengjuflugvélar á vegum Rússa og Kínverja fóru saman í könnunarflug við Beringssund í gær, og flugu vélarnar nærri lofthelgi Bandaríkjanna í Alaska-ríki. Er þetta í fyrsta sinn sem ríkin tvö standa sameiginlega að slíku flugi á þessum slóðum að sögn Bandaríkjastjórnar.

Samkvæmt yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins voru flugvélarnar fjórar talsins, tvær Tu-95MS-sprengjuvélar frá Rússlandi, svokallaðir „birnir“, og tvær Xian H-6-sprengjuvélar frá Kína, en báðar þessar vélar geta borið kjarnorkuvopn. Rússar sögðu á sunnudaginn að þeir hefðu bægt bandarískum sprengjuvélum frá sinni lofthelgi, sem voru þá í svipuðum erindagjörðum.

Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði að flug sprengjuvélanna hefði ekki komið Bandaríkjaher að óvörum, heldur hefði verið grannt fylgst með flugi þeirra allan tímann. Þá

...