ÍR og Keflavík styrktu stöðu sína í efri hluta 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöld, Njarðvík missti af stigum á heimavelli og Grótta vann langþráðan sigur eftir sjö töp í röð. ÍR-ingar, sem hafa komið gríðarlega á óvart, lögðu Leikni í…
Breiðholt ÍR-ingar eru flestum að óvörum í toppbaráttu 1. deildar en þeir eru nýliðar í deildinni og var af flestum spáð erfiðu tímabili.
Breiðholt ÍR-ingar eru flestum að óvörum í toppbaráttu 1. deildar en þeir eru nýliðar í deildinni og var af flestum spáð erfiðu tímabili. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

ÍR og Keflavík styrktu stöðu sína í efri hluta 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöld, Njarðvík missti af stigum á heimavelli og Grótta vann langþráðan sigur eftir sjö töp í röð.

ÍR-ingar, sem hafa komið gríðarlega á óvart, lögðu Leikni í Breiðholtsslag, 1:0, þar sem Guðjón Máni Magnússon skoraði sigurmarkið. Leiknir er þar með kominn í fallsæti.

Grótta skoraði tvívegis undir lokin og vann Grindavík 3:1. Kristófer Orri Pétursson, Pétur Theódór Árnason og Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoruðu fyrir Gróttu en Josip Krznaric fyrir Grindavík.

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 3:1. Edon Osmani, Mihael Mladen og Valur Þór Hákonarson skoruðu fyrir Keflavík en Georg Bjarnason fyrir

...