Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og Norður-Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög.
Sverrir Björnsson
Sverrir Björnsson

Sverrir Björnsson

Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennusteini og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hverju skrefi.

Þar sem ég dvel í Airb&b-íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrverandi menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta hin raunverulega stærð þess?

Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt

...