Arion banki hagnaðist um 9,9 milljarða á fyrstu sex mánuðum, og lækkaði um 3,5 milljarða króna á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins var arðsemi bankans 10,2%, samanborið við 14,5% á sama tímabili árið 2023. Arðsemi á fyrstu sex mánuðum ársins var því undir 13% arðsemiskröfu bankans. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, óbreyttur frá fyrstu sex mánuðum ársins 2023. Hreinar þóknanatekjur námu 7,3 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og dragast saman frá fyrra ári. Þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru mun meiri en á þeim fyrsta.

Íslandsbanki hagnaðist um 10,7 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og var arðsemi eigin fjár 9,8% á ársgrundvelli, en hún var 11,4% á sama tíma í fyrra. Gerð er krafa um 10% arðsemi. Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins námu 24,6 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,7% milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 4,9% milli ára, og námu 6,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, samanborið við 7,1 milljarð króna á

...