Á Boðnarmiði segir Davíð Hjálmar Haraldsson frá því, að í tilefni 80 ára afmælis síns fór hann í langa og krefjandi gönguferð og er vel kveðið:

Ég hef víða vegu tölt,

valhoppað og skokkað,

stokkið, farið fetið, rölt,

fimur skeiðað, brokkað.

Í ferðinni ég fótinn á mér sneri.

Flestir halda að ég sé víxluð meri.

Sigríður Ólafsdóttir yrkir á sjúkrabeði:

Ég ligg hér með covid svo kvalin og þreytt,

kjöltrandi, hóstandi, bölvandi og sveitt.

Hnerrandi veirunni hreint út um allt,

hás eins og eimvél og svo er mér kalt.

Er samt með

...