Þau Kristín Sif og Þór Bæring ræða jarðsetningu og hvaða úrræði séu í boði fyrir fólk sem vill ekki vera jarðað í kirkjugarði í morgunþætti sínum á útvarpsstöðinni K100.

Kristín kveðst hafa lesið frétt á mbl.is um öðruvísi greftrunarstaði í Danmörku. Les hún að Danir vilji síður vera jarðaðir í hefðbundnum kirkjugörðum og þeir kjósi frekar að láta greftra sig í skóglendi.

Stingur hún upp á því við Þór að þau stofni íslenskt félag sem býður fólki að láta greftra sig í skóglendi.

Þór spyr þá: „Erum við ekki bara að tala um viðskiptahugmynd dagsins?“ Meira um þetta á k100.is.