Magnaður Mathias Gidsel skorar eitt af 11 mörkum sínum gegn Frökkum.
Magnaður Mathias Gidsel skorar eitt af 11 mörkum sínum gegn Frökkum. — AFP/Damien Meyer

Dönsku heimsmeistararnir í handknattleik karla fóru ótrúlega létt með frönsku Evrópumeistarana þegar liðin hófu keppni á Ólympíuleikunum í París í fyrrakvöld. Þrátt fyrir að Frakkar kæmust snemma fimm mörkum yfir sigldu Danir fram úr þeim í síðari hálfleiknum með snilldartöktum og sigruðu 37:29. Mathias Gidsel og Simon Pytlik léku frönsku vörnina grátt og skoruðu 11 mörk hvor og Niklas Landin varði 15 skot í markinu.