Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Margir landsmenn eru nú í sumarleyfum og á faraldsfæti. Mörg okkar ferðast innanlands, njóta landslags, náttúru og fjölbreyttra byggðarlaga um allt land; til dæmis gangandi, hjólandi eða keyrandi. Mikilvægt er að við förum öll varlega á þessum ferðum og drögum þannig úr líkum á slysum. Þegar kemur að því að aka landshluta á milli er sérstök ástæða til að gæta varúðar.

Stefna stjórnvalda hvað varðar umferðaröryggi er skýr í þessum efnum; að fækka alvarlegum umferðarslysum og útrýma banaslysum í umferðinni. Markmið gildandi Umferðaröryggisáætlunar, sem nær til áranna 2024-2038, eru meðal annars að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa, að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2038 og að slysakostnaður á hvern ekinn kílómetra lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2038.

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir