Útgjöld Yellen segir loftslagsverkefnum fylgja efnahagslegir kostir.
Útgjöld Yellen segir loftslagsverkefnum fylgja efnahagslegir kostir. — AFP/Thiago Gomes

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, áætlar að það verkefni að draga úr kolefnislosun alþjóðahagkerfisins kalli á 3.000 milljarða dala fjárfestingu árlega fram til 2050. Er það langtum hærri upphæð en varið er til losunar- og loftslagsverkefna í dag.

Yellen lét þessi ummæli falla á laugardag á fundi með fjármálaráðherrum landanna sem liggja á vatnasviði Amasónfljótsins. Fundurinn var haldinn í borginni Belém í Brasilíu, þar sem fljótið rennur út í Atlantshafið, en fyrr í vikunni hafði Yellen sótt fund fjármálaráðherra G20-ríkjanna sem haldinn var í Ríó de Janeiró.

Að sögn Reuters tókst ríkari þjóðum heims að útvega 116 milljarða dala til loftslagsverkefna í þróunarlöndum árið 2022 en 40% upphæðarinnar komu úr sjóðum fjölþjóða þróunarbanka.

Myndi upphæðin sem Yellen

...