Þorgrímur Jónsson vélfræðingur fæddist í Reykjavík 30. október 1946. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut, eftir skyndileg veikindi, 11. júlí 2024.

Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Gemlufalli í Dýrafirði og Fanney Guðmundsdóttir úr Hafnarfirði. Þorgrímur var næstyngstur fimm bræðra. Bræður hans eru Guðmundur Svavar, f. 1931, d. 2009, Páll Viggó, f. 1932, Björn, f. 1939, d. 2022, og Gunnar, f. 1949. Þorgrímur og bræður hans ólust upp í foreldrahúsum í hjarta Reykjavíkur á Ránargötu 1A.

Þorgrímur útskrifaðist sem vélfræðingur frá Vélskóla Íslands árið 1971. Að námi loknu hélt Þorgrímur á vit ævintýranna og sigldi um öll heimsins höf með skipafélaginu A.P. Möller næstu sjö árin.

Árið 1978 kynntist Þorgrímur eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólu Kristínu Freysteinsdóttur, f. 1. október

...