Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi að „drottna“ yfir rafmyntageiranum því annars komi það í hlut Kína að vera leiðandi á sviði rafmynta. Þetta sagði hann í ræðu á rafmyntaráðstefnunni Bitcoin 2024 sem haldin var í Nashville á laugardag
Vinveittur Trump virðist hafa snúist hugur þegar kemur að rafmyntum og vill nú allt fyrir rafmyntageirann gera.
Vinveittur Trump virðist hafa snúist hugur þegar kemur að rafmyntum og vill nú allt fyrir rafmyntageirann gera. — AFP/John Cherry

Ásgeir Þórarinn Ingvarsson

ai@mbl.is

Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi að „drottna“ yfir rafmyntageiranum því annars komi það í hlut Kína að vera leiðandi á sviði rafmynta. Þetta sagði hann í ræðu á rafmyntaráðstefnunni Bitcoin 2024 sem haldin var í Nashville á laugardag.

Benda ummæli Trumps til þess að nái hann kjöri í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi muni hann leggja sig fram við að efla bandaríska rafmyntageirann. Er það viðsnúningur frá því árið 2021 þegar Trump fann rafmyntum allt til foráttu og líkti við svikamyllur. Þá hafa fréttaskýrendur bent á að stjórnvöld í Kína virðist ekki mjög áhugasöm um þróun rafmynta og hafi þvert á móti sett rafmyntastarfsemi mjög þröngar skorður.

Rafmyntageirinn virðist ætla að leggja sín lóð á vogarskálarnar

...